fbpx

Velkomin í Mudo Gym

Þar sem við búum til sterkari börn

Við kennum samkvæmt námskrá Taekwondo Akademíunnar ásamt mörgum öðrum félögum á Íslandi.

Aðstaðan er til fyrirmyndar, eina sérhannaða aðstaða landsins þar sem eingöngu fara fram æfingar á Taekwondo og skyldum greinum. Í Mudo Gym sérhæfum við okkur í barna- og fjölskyldustarfi auk þess sem við erum stolt af því að Einherjar,
sterkasti keppnishópur landsins í bardaga, er uppalinn hjá okkur.

Ókeypis prufutími

Viltu prófa æfingu?

Við bjóðum þér að skrá þig á frían prufutíma. Þeir sem skrá sig svo á námskeið eftir hann fá frían Taekwondo galla með að verðmæti 12.500kr.

Á döfinni: Opinn dagur 25. september

Komdu og prófaðu Taekwondo æfingu

Komdu eða með barnið þitt á Opinn dag hjá Mudo næstkomandi laugardag og prófaðu frábæru íþróttina Taekwondo! 🥋

Viltu þú eða að barnið þitt:

  • Öðlist betri sjálfsvirðingu?
  • Öðlist meiri sjálfsaga?
  • Öðlist meiri öryggistilfinningu?
  • Læri að verja þig?
  • Læri að beita líkama þínum rétt?
  • Komist í betra form?
  • Verði partur af frábærri liðsheild?

Komdu þá á laugardaginn. Það er nóg að mæta í íþróttafötum og byrja! Þeir sem skrá sig svo eftir æfinguna fá ókeypis galla að verðmæti 12.500kr!

Dagskrá:

kl. 11.00-11.30. 5-7 ára

kl. 11.30-12.00 8-12 ára

kl. 12.00-12.30. Fjölskyldan saman

kl. 12.30-13.00. Fullorðnir, 13 ára +

Hlökkum til að sjá ykkur! 🙂

Við leggjum mikla áherslu á að búa til #sterkaribörn en höldum einnig Taekwondo-námskeið fyrir fullorðna.

Flokkaskipting hjá taekwondo-akademíunni

Drekar er hópur fyrir börn á einhverfurófi. Farið er í undirstöður Taekwondo sem og uppbyggilega líkamsrækt og leiki. Hámarksfjöldi er 12 nemendur.

 

Tröllin er hópur fyrir börn á aldrinum 3-4 ára. Þau mæta til að byrja með ásamt foreldrum en eru svo ein og óstudd um leið og þau geta. Við tökum fyrir æfingar sem styrkja skilning á aðstæðum, líkamsvitund, tröllslega skemmtilega leiki og svo auðvitað grunnatriðin í Taekwondo. Hámarksfjöldi er 20 nemendur og 2 kennarar sjá um hópinn.

Risarnir er hópur fyrir 5-7 ára krakka sem eru nógu stórir og sterkir til að mæta í tíma án foreldra. Styrkjandi æfingar, hreyfiflæði og flóknari Taekwondo-tækni er líka tekin fyrir. Hámarksfjöldi er 28 nemendur og 2-3 kennarar sjá um hópinn.

 

Víkingar er hópur fyrir 8-13 ára. Kenndir eru allir helstu þættir Taekwondo, bardagar, form, brot, grunntækni og allt þar á milli. Æfingarnar verða meira krefjandi eftir því sem beltin verða dekkri og þeir alla hörðustu geta mætt á Berserkja- og Valkyrjuæfingarnar. Meiri áhersla er lögð á keppni og allir kennarar eru landsliðskeppendur og/eða þjálfarar. Hámarksfjöldi er 28 nemendur og 2-3 kennarar sjá um hópinn.

 

Fullorðnir eru 14 ára og eldri. Hópurinn æfir grunnatriði Taekwondo, gerir styrktar- og liðleikaæfingar sem og æfir almenna sjálfsvörn. Hámarksfjöldi er 28 manns.

 

Einherjar er hópur keppnisfólks sem æfir daglega og er í miklum og stöðugum samskiptum við æfingafélaga erlendis. Hópurinn einbeitir sér að keppni í bardaga og æfir samkvæmt því. Lágmarksbelti er blátt og til að vera með þarf að fá boð frá þjálfara. Hámarksfjöldi er 28 í hóp.

 

Stundatafla

Veldu tíma sem hentar þér

0
Gráðað gular rendur
á 27 árum
0
Gráðað svört belti
0
Lönd
haldið seminar í
0
Nemendur
á milli 7000-10.000
Yfirkennari Mudo Gym

Sigursteinn
Snorrason

Sigursteinn Snorrason yfirkennari er með yfir 27 ára reynslu af kennslu, bæði í Taekwondo, grunnskóla, háskóla og í mörgum mismunandi íþróttum. Hann hefur þjálfað allt frá 2 ára byrjendum upp í Ólympíufara, stráka jafnt sem stelpur, efnilegum jafnt sem öðrum.

Sigursteinn er menntaður íþróttakennari og var hann fyrstur norðurlandabúa til að öðlast alþjóðleg meistararéttindi (KTA) í Taekwondo, árið 2002. Hann hefur kennt og haldið námskeið í fjölmörgum löndum eins og t.d. USA, Mexíkó, norðurlöndunum, Sviss, Króatíu, Kóreu ofl.

Myndbönd

Poomsae Form

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum